ADVEL LÖGMENN

Alþjóðlegt samstarf

Globalaw

Til að sinna enn betur alþjóðlegum þörfum viðskiptavina sinna er ADVEL aðili að Globalaw.

Globalaw eru leiðandi samtök meðalstórra lögmannsstofa sem sérhæfa sig í fyrirtækjarétti. Samtökin voru stofnuð árið 1994 og byggja á persónulegu tengslaneti þar sem lögmenn umræddra lögmannsstofa hittast reglulega. Með þátttöku sinni í Globalaw tengist ADVEL á annað hundrað lögmannsstofum í yfir 85 löndum og getur því fylgt viðskiptavinum sínum eftir í samstarfi við þessar stofur án mikilla formsatriða og í gegnum persónuleg tengsl þar sem traust er ríkjandi.

Nánari umfjöllun um samtökin má finna hér

Globalaw

 

Vogel Global Competition Network

ADVEL er jafnframt hluti af Vogel Global Competition Network, sem er net af lögmannsstofum út um allan heim sem sérhæfa sig í samkeppnisrétti.

Nánari umfjöllun um samtökin má finna hér.

 VOGEL