ADVEL LÖGMENN

Stefna og gildi

Stefna ADVEL 

Við virðum hvert annað á jafnréttisgrundvelli og viljum að fyrirtækið sé vettvangur þar sem fólk nýtur vinnu sinnar og deilir skoðunum sínum, jákvæðum starfsanda og metnaði til að bera af. Þannig náum við árangri fyrir hönd viðskiptavina okkar.

Gildi ADVEL

VIRÐING - Við berum virðingu fyrir þeim sem við eigum samskipti við og skoðunum þeirra. Við nálgumst viðfangsefni okkar af virðingu, um leið og við tryggjum hagsmuni viðskiptamanna okkar til hins ýtrasta gætum við meðalhófs. Með aðgætinni framkomu okkar öðlumst við virðingu annarra og eigum auðveldara með að vinna hagsmunum viðskiptamanna okkar brautargengi.

TRAUST - Við leggjum metnað okkar í að koma fram af heiðarleika og staðfestu fyrir hönd viðskiptamanna okkar. Með því að viðhafa fagmannleg vinnubrögð þar sem réttsýni og heilindi eru höfð að leiðarljósi ávinnum við okkur traust viðskiptamanna, samstarfsaðila og gagnaðila. Þar sem traust ríkir er auðveldara að koma málum í höfn.

ÁRANGUR - Við sýnum snerpu og frumkvæðni í störfum til að ná árangri fyrir viðskiptamenn okkar. Við vinnum saman sem ein held svo þekking okkar og reynsla nýtist sem best í þágu þeirra verkefna sem við tökumst á hendur hverju sinni. Við aukum við kunnáttu okkar með sí- og endurmenntun til að efla styrkleika okkar og stuðla að auknum árangri.