Starfsmenn

Kristinn Hallgrímsson

Starfsferill:

2008 – ADVEL lögmenn
2000-2008 Fulltingi ehf., eigandi
1989-2000 Lögvísi sf. - Eigandi
1988-1989 Lögfræðistofa Jóns Finnssonar hrl., Skúla J. Pálmasonar hrl. og Sveins H. Valdimarssonar hrl.
1985-1988 Lögfræðistofa Jóns Ólafssonar hrl. og Skúla Pálssonar hrl.
1977-1985 Tíminn (síðar NT), blaðamaður og síðar fréttastjóri, samhliða laganámi
   
Menntun og réttindi: 
1994 Hæstaréttarlögmaður
1988 Málflutningsréttindi fyrir hérðasdómi
1985 Cand. jur. frá Háskóla Íslands
1977 Menntaskólinn við Tjörnina, stúdentspróf

 

Félags- og trúnaðarstörf:

Kristinn hefur setið í stjórnum ýmissa félaga og félagasamtaka undanfarna áratugi.

Hann var m.a. stjórnarformaður og stjórnarmaður í Borgey hf. 1994-1996, sat í stjórn Olíuverslunar Íslands hf. 1994-1996, stjórnarformaður Kjalars ehf. 2005-2011 og sat í stjórnum ýmisa fyrirtækja í samstæðu Kjalars hf.

Formaður Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands frá 2003 um nokkurra ára skeið.

Sat í starfshópi ríkisstjórnarinnar um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2004.

Sat í starfshópi menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla 2004-2005.

Sat í Kjararáði 2006-2010.

Sat í Framkvæmdanefnd um einkavæðingu 2007-2008.

Fulltrúi laganema á deildarfundum lagadeildar Háskóla Íslands 1980-1981.

Kjörinn í Skátarétt um margra ára skeið.