Starfssvið

ADVEL vottun

ADVEL lögmenn bjóða fyrirtækjum og stofnunum upp á úttekt á helstu lagalegu atriðum sem þurfa að vera í lagi í rekstri þeirra. Tilgangurinn er að veita stjórnum og fyrirsvarsmönnum viðkomandi aðila vissu um að starfsemin uppfylli þær kröfur sem til þeirra eru gerðar, en ábyrgðin er þeirra ef ekki er allt með felldu.

ADVEL lögmenn hafa mikla reynslu af gerð áreiðanleikakannana, sem yfirleitt eru gerðar í tengslum við sölu og/eða kaup fyrirtækja eða við skráningu félaga í kauphöll. Enn hefur sú könnun ekki verið gerð þar sem allt hefur verið í lagi. Alvarleiki athugasemda og fjöldi þeirra er hins vegar æði mismunandi. Í verstu tilvikum varða athugasemdir atriði sem hefðu getað skipt máli um tilvist og framtíð viðkomandi félags.

Úttektir ADVEL lögmanna eru mismunandi umfangsmiklar eftir atvikum og óskum verkkaupa. Við gerum fast tilboð í verkefnið sem innifelur ákveðinn tímafjölda. Að úttekt lokinni afhendir ADVEL skýrslu með athugasemdum. 

ADVEL_vottun

Helstu tengiliðir