Starfssvið

Alþjóðaviðskipti

Hjá ADVEL starfa lögmenn sem hafa um árabil sérhæft sig í lögfræðiráðgjöf til fyrirtækja í alþjóðaviðskiptum. Lögmenn stofunnar hafa aflað sér menntunar og starfsreynslu á alþjóðlegum vettvangi, sem gerir þeim kleift að gæta hagsmuna viðskiptavina stofunnar í hvers kyns viðskiptum við erlenda aðila og ráðgjafa þeirra.

Til að sinna enn betur alþjóðlegum þörfum viðskiptavina sinna er ADVEL aðili að Globalaw, leiðandi samtökum meðalstórra lögmannsstofa sem sérhæfa sig í fyrirtækjarétti. Með þátttöku sinni í Globalaw tengist ADVEL á annað hundrað lögmannsstofa í yfir 85 löndum og getur því fylgt viðskiptavinum sínum eftir í samstarfi við þessar stofur án mikilla formlegheita og í gegnum persónuleg tengsl þar sem traust er ríkjandi. Sjá nánar heimasíðu Globalaw hér.

Globalaw

Þá er ADVEL aðili að Vogel Global Competition Network, sem er sérhæft net af lögmannsstofum út um allan heim sem sérhæfa sig í samkeppnisrétti. Sjá nánar heimasíðu Vogel Global hér.

Vogel

Helstu tengiliðir