Starfssvið

Atvinnu- og dvalarleyfi

ADVEL veitir bæði fyrirtækjum og einstaklingum ráðgjöf og aðstoð við umsóknir um dvalarleyfi og atvinnuleyfi á Íslandi. Sérfræðingar ADVEL hafa m.a. öðlast yfirgripsmikla reynslu á þessu sviði í tengslum við störf sín fyrir fyrirtæki á sviði stóriðjuframkvæmda, m.a. vegna innflutnings þeirra á erlendum sérfræðingum. Starfsmenn okkar fylgja eftir venjulegu umsóknarferli dvalar- og atvinnuleyfa en veita einnig  ráðgjöf, eftirfylgni og annast samskipti við yfirvöld, sem eru aðallega Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun. Þá hafa sérfræðingar ADVEL tekið að sér umsóknir um búsetuleyfi, námsmannaleyfi og tekið á málum varðandi brottvísanir. 

Um mikilsverð réttindi er að ræða fyrir fólk og getur umsóknarferli og pappírsvinna verið flókin og torskilin fyrir þá sem ekki þekkja til. Þá getur verið erfitt fyrir aðila búsetta erlendis að hafa samskipti við yfirvöld hérlendis. Með þekkingu sinni og reynslu gera starfsmenn ADVEL umsóknarferlið markvissara og leggja sig fram í þaula við að aðstoða umsækjendur svo þeir geti á auðveldan og fljótlegan hátt öðlast leyfi til dvalar á Íslandi.

Helstu tengiliðir