Starfssvið

Evrópuréttur

ADVEL veitir ráðgjöf á öllum sviðum EES og Evrópulöggjafar. Starfsmenn stofunnar hafa víðtæka þekkingu á reglum varðandi ríkisstyrki, samkeppni og samrunareglur, útboðsreglur og milliríkjaviðskipti, sem og reynslu af samskiptum við Eftirlitsstofnun EFTA vegna kvörtunarmála og málaferla auk reynslu af málflutningi fyrir EFTA dómstólnum. 

Stór hluti íslenskrar löggjafar byggir á Evrópulöggjöf. Því er mikilvægt að fyrirtæki og sérfræðingar í þjónustu þeirra séu meðvituð um efni og uppbyggingu regluverks Evrópusambandsins, aðallega að því leyti er snertir Evrópska efnahagssvæðið. Á það einkum og sér í lagi við um þau fyrirtæki sem eiga viðskipti á Evrópska efnahagssvæðinu.

Helstu tengiliðir