Starfssvið

Félagaréttur og fyrirtækjaráðgjöf

ADVEL lögmenn hafa veitt viðskiptavinum sínum heildstæða þjónustu á sviði félagaréttar um langt skeið.

ADVEL kappkostar að veita félögum af öllum stærðum og gerðum alhliða þjónustu varðandi félagaréttarleg málefni. Tekur þjónustan til allra þátta í starfsemi félags, allt frá stofnun þess, breytinga á samþykktum og skipulagi, samruna, skiptinga og yfirtöku félaga, breytinga á hlutafé, greiðslustöðvana, nauðasamninga og tilheyrandi skjala- og samningagerðar. 

Starfsmenn ADVEL hafa auk þess mikla reynslu af gerð hluthafasamninga og aðstoðar við lausn ágreiningsmála á milli hluthafa og hlutafélaga.

Hluthafafundir

ADVEL lögmenn hafa mikla reynslu af skipulagningu hluthafafunda frá a-ö. Starfsmenn ADVEL sjá um bæði undirbúning og utanumhald hluthafafunda, auk frágangs nauðsynlegra tilkynninga að fundi loknum. Við höfum mikla reynslu af fundarboðun, utanumhaldi hlutaskráa, mótun breytingatillagna og annarra tillagna stjórnar, tökum á móti fundarmönnum, sinnum fundarstjórn og fundarritun, uppfærum samþykktir félaga að fundi loknum, göngum frá tilkynningum og sendum til hlutafélagaskrár. Auk þess sem við aðstoðum skráð félög vegna nauðsynlegra tilkynninga á markað.

Ráðgjöf við félagsstjórnir

Lögmenn ADVEL veita stjórnum félaga ráðgjöf á ýmsum sviðum. Slík ráðgjöf felst oft á tíðum í lögfræðilegu áliti á einstökum málefnum. Hins vegar felur hún líka í sér aðstoð við gerð starfsreglna stjórnar, yfirlestur stjórnarfundargerða, mótun starfskjarastefnu, gerð stjórnarháttayfirlýsinga o.s.frv.

Árangursmat stjórnar

ADVEL hefur öðlast reynslu af því að halda utan um árangursmat fyrir stjórnir auk þess að hafa aðstoðað og ráðlagt stjórnum og félögum varðandi fylgni við Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja og gerð stjórnarháttayfirlýsinga um árabil.

Stjórnarseta

Eigendur ADVEL taka að sér stjórnarsetu í félögum ef óskað er. Við höfum víðtæka reynslu af bæði stjórnarsetu og ráðgjöf til félagsstjórna og höfum aðstoðað við skipulag á störfum félagsstjórna sem ráðgefandi aðilar vegna hinna ýmsu álitaefna. Við erum því vel í stakk búin að sitja sem stjórnarmenn í bæði stórum og smáum félögum.

Helstu tengiliðir