Starfssvið

Gjaldþrot og nauðasamningar

Sérfræðingar ADVEL hafa yfirgripsmikla þekkingu á sviði gjaldþrota- og skiptaréttar. Með þeim verkefnum sem felast í skiptastjórn í fjölda þrota- og dánarbúahafa hafa starfsmenn okkar öðlast víðtæka reynslu á sviði skiptaréttar, sem og með störfum sínum við ráðgjöf og aðstoð við endurskipulagningu á fjárhag fyrirtækja vegna greiðsluerfiðleika, t.d. við greiðslustöðvun, við gerð nauðasamninga og ekki síst við að stýra fyrirtækjum í réttan farveg fyrir gjaldþrot til að tryggja að óþarfa fjármunir fari ekki til spillis.

Helstu tengiliðir