Starfssvið

Hugverkamál og upplýsingatækni

Hugverkaréttindi og auðkenni fyrirtækja og einstaklinga teljast oft til þeirra verðmætustu eigna og því er mikilvægt að standa vörð um þau réttindi. Þannig er til að mynda mikilvægt að tryggja aðkomu lögmanna með þekkingu á hugverkaréttindum við kaup og sölu fyrirtækja. ADVEL veitir slíka þjónustu og tryggir aðilum aðgang að sérfræðilegri ráðgjöf um verndun og öflun hugverkaréttinda, bæði á sviði iðnaðar og lista.  

Hugverkaréttar á sviði lista  verndar sköpun nýrra verka líkt og tónverka og bókmenntaverka og tryggir höfundum þeirra einkarétt á hagnýtingu og birtingu verkanna. Slík réttindi er, sökum eðlis þeirra, ekki hægt að fá skráð hjá opinberum aðilum en þess í stað er mikilvægt að höfundar fylgist vel með því hvort aðrir noti verk þeirra og ef svo er þá leita sér ráðgjafar til að koma í veg fyrir og stöðva slík óheimil not annarra. Lögmenn ADVEL veita ráðgjöf á þessu sviði og aðstoða höfunda við að vernda réttindi þeirra.

Til hugverkaréttar á sviði iðnaðar teljast hins vegar réttindi sem hægt er að skrá og öðlast vernd við slíka skráningu. Til þessa flokks má m.a. telja vörumerki, hönnun, lén, firmaheiti o.s.frv.  Dæmi um ráðgjöf sem ADVEL veitir á þessu sviði er undirbúningur og innlögn umsókna um skráningu hugverkaréttinda, samningsgerð um hagnýtingu og framsal hugverkaréttinda, samskipti við innlendar og erlendar stofnanir á sviði hugverkarétta og hagsmunagæsla við brot á réttindum

Helstu tengiliðir