Starfssvið

Lánasamningar og fjármögnun fyrirtækja

ADVEL hefur komið að fjármögnunum fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum og hefur viðamikla þekkingu á því lagaumhverfi sem þar ríkir. Við tökum að okkur að undirbúa og semja lánasamninga, hvort sem um er að ræða almenna lánasamninga, fjölbankalán, tímabundna lánasamninga, veltulán, lánasamninga í einum eða fleiri gjaldmiðlum, ábyrgðarsamninga eða veðsetningar, fyrir fyriræki og fjármálastofnanir og erum vel kunnug þeim þáttum sem hafa ber í huga við slíka samningagerð.

Helstu tengiliðir