Starfssvið

Opinber innkaup

Hin síðustu ár hafa viðskiptavinir ADVEL í auknum mæli leitað ráðgjafar í tengslum við innkaup hins opinbera. Opinberir aðilar hafa meðal annars leitað til lögmanna ADVEL við val á innkaupaaðferð, yfirferð útboðsgagna og samskipti við bjóðendur. Þá hafa lögmenn stofunnar einnig aðstoðað bjóðendur í opinberum innkaupum með ýmsum hætti, s.s. með rýni tilboða og almennri hagsmunagæslu gagnvart kaupendum.

Lög og reglur um opinber innkaup eru um margt óaðgengileg og þurfa bæði opinberir aðilar og bjóðendur að hyggja að ýmsu til að hagsmunum þeirra sé nægilega borgið. Reynsla lögmanna ADVEL er að í framkvæmd reyni einkum á reglur um framsetningu tilboða og fylgigagna, tilboðs- og kærufresti og úrræði bjóðenda í ágreiningsmálum. Kaupendur binda hendur sínar um skilmála opinberra innkaupa með útboðsgögnum, þar sem fram koma upplýsingar um hvað stendur til að kaupa og með hvaða skilmálum. Með sama hætti binda bjóðendur hendur sínar um möguleika á samningsgerð og samningsskilmála með framsetningu tilboða sinna. Grundvallaratriði er því að vandað sé til verka frá upphafi.

Lögmenn ADVEL hafa jafnframt umtalsverða reynslu af rekstri ágreiningsmála er varða opinber innkaup fyrir kærunefnd útboðsmála og dómstólum.

Helstu tengiliðir