STARFSSVIÐ

PERSÓNUVERND

ADVEL lögmenn veita bæði fyrirtækjum og einstaklingum ráðgjöf og aðstoð í tengslum við meðferð persónuupplýsinga. Fyrirtækjum er nauðsynlegt að hafa í huga mikilvægi persónuverndar og friðhelgi einkalífs þegar kemur að varðveislu og vinnslu upplýsinga um bæði starfsmenn og viðskiptamenn sína. Í nútímaþjóðfélagi koma álitaefni og sjónarmið um persónuvernd æ oftar upp í störfum fyrirtækja. Fyrirtæki nýta sér tæknina í auknum mæli til að vinna með persónuupplýsingar, m.a. til markaðssetningar og til að bjóða viðskiptamönnum sínum upp á sérsniðna þjónustu, og þarf að gæta þess í hvívetna að persónuverndarlöggjöf sé ekki brotin.

Sérfræðingar ADVEL hafa við störf sín m.a. komið að setningu starfsreglna á sviði persónuverndar innan fyrirtækja, veitt sérhæfða ráðgjöf til fjarskiptafyrirtækja, aðstoðað við uppsetningu og starfsemi rafrænna gagnagrunna, veitt ráðgjöf í tengslum við markaðssetningu og upplýsingaöflun frá viðskiptavinum.

Umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöf í Evrópu í tvo áratugi voru samþykktar af Evrópusambandinu vorið 2016. Hin nýja löggjöf er m.a. svar við þeirri tækniþróun sem orðið hefur síðustu ár. Íslandi ber að innleiða þessar reglur og eiga þær að taka gildi hér á landi árið 2018. Mikilvægt er fyrir öll fyrirtæki og stofnanir að huga tímanlega að yfirvofandi breytingum og kynna sér til hlítar áhrif hins nýja regluverks á starfsemi sína. ADVEL lögmenn geta m.a. lagt mat á hvort vinnsla persónuupplýsinga uppfylli persónuverndarlög, hvaða breytingar kann að þurfa að gera á vinnslunni, hvort skylt er að tilnefna persónuverndarfulltrúa og hvort upplýst samþykki sé fullnægjandi.