Persónuverndarstefna

ADVEL lögmenn leggja ríka áherslu á vernd gagna og þagmælsku. Í persónuverndarstefnu þessari er gerð grein fyrir hvernig við varðveitum og vinnum persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög”) og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga („almenna persónuverndarreglugerðin“ eða „pvrg“).

1. ÁBYRGÐ OG VINNSLA

ADVEL er ábyrgðaraðili þegar við ákveðum hvernig vinna skuli með tilteknar persónuupplýsingar sem okkur hafa verið veittar vegna reksturs máls eða annarra starfa okkar. Þegar okkur er falin vinnsla persónuupplýsinga fyrir hönd annarra, til dæmis vegna framkvæmdar áreiðanleikakannanna, kunnum við einnig að teljast vera vinnsluaðili. Slík vinnsla fer ávallt fram á grundvelli vinnslusamnings við ábyrgðaraðila.

2. TEGUNDIR VINNSLU OG FLOKKAR PERSÓNUUPPLÝSINGA

Við kunnum að vinna með tilteknar persónuupplýsingar í störfum okkar eins og hér greinir:

Lögfræðiráðgjöf

Sért þú viðskiptavinur eða væntanlegur viðskiptavinur vinnum við með þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að geta veitt þér þjónustu svo sem nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang, símanúmer, hjúskaparstöðu, kyn, og fjárhagsupplýsingar. Almennt teljast upplýsingar um fyrirtæki eða rekstur þeirra ekki til persónuupplýsinga í skilningi persónuverndarlaga. Við kunnum þó í störfum fyrir fyrirtæki að vinna með upplýsingar um nöfn, kennitölur, heimilisföng og starfsheiti. Heimild til vinnslu byggir á b.lið 1. mgr. 6. gr. pvrg. Í vissum tilfellum kunnum við að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar svo sem heilsufar og sakaferil. Heimild til vinnslu byggir á f.lið 2. mgr. 9. gr. pvrg. Sem lögmannsstofa berum við ákveðnar skyldur samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 64/2006. Í því skyni kunnum við að vinna með persónuupplýsingar eins og nöfn, kennitölur og vegabréfsnúmer.

Markpóstur

Við kunnum að vinna með persónuupplýsingar eins og nöfn og netföng þegar við sendum viðskiptavinum okkar fréttir, upplýsingar eða markpóst. Slík vinnsla byggir á samþykki þínu sem þú getur ávallt afturkallað sbr. a. liður 1. mgr. 6. gr. pvrg.

Fótspor

Á vefsíðu ADVEL eru notuð fótspor (e. cookies) í þeim tilgangi að bæta notendaupplifun viðskiptavina. Hér að neðan eru nánari upplýsingar um hvað fótspor eru, hvernig þau eru notuð og hvað þau innihalda. Fótspor eru litlar textaskrár sem vefsvæði geyma í vafra á tölvunni og/eða því snjalltæki sem notandinn kýs að nota. Textaskráin geymir kjörstillingar notandans og greinir notkun með það að markmiði að bæta notendaupplifun. Fótspor innihalda texta, númer og/eða upplýsingar eins og dagsetningar til að geta aðlagað upplifun að t.d. stýrikerfi, búnaði, staðsetningu notenda og fleira . Veflausn ADVEL nýtir fótspor sem koma frá þjónustuaðila okkar eins og Google Analytics. Google Analytics er vefmælingartól sem gerir ADVEL kleift að fylgjast með umferð á veflausn sinni og hvaða hluta hennar notendur kjósa að skoða frekar en aðra. Upplýsingarnar eru notaðar til þess að þróa og bæta þjónustu og til að aðlaga veflausnina að þörfum notenda. ADVEL deilir ekki persónuupplýsingum notenda vefsíðunnar með þriðja aðila.

3. AFHENDING UPPLÝSINGA TIL ÞRIÐJA AÐILA

ADVEL afhendir aldrei þriðja aðila persónuupplýsingar nema þess sé þörf vegna starfa okkar og á grundvelli vinnslusamnings þar sem mælt er fyrir um ábyrgð og skyldur vinnsluaðila. Í vissum tilvikum kunnum við að afhenda tilteknar upplýsingar svo sem til lögreglu, opinberra aðila, dómstóla eða gerðardóma og annarra lögmannsstofa. Afhending upplýsinga til þriðja aðila fer eingöngu fram ef það er nauðsynlegt til að geta veitt þér þjónustu eða á grundvelli lagafyrirmæla. ADVEL afhendir ekki persónuupplýsingar til þriðju ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins nema á grundvelli samþykkis hins skráða.

4. ÖRYGGI

ADVEL leggur ríka áherslu á öryggi gagna. Í því skyni höfum við sett okkur ferla til að tryggja öryggi persónuupplýsinga til dæmis með aðgangsstýringu í kerfum og notkun auðkenna. Hýsing gagna er í höndum vottaðra aðila og byggir á viðurkenndum tæknilausnum.

5. GEYMSLA OG EYÐING GAGNA

Almennt mun ADVEL eyða þeim persónuupplýsingum sem ekki er nauðsynlegt að geyma vegna starfa okkar. Okkur er þó í mörgum tilvikum skylt að geyma upplýsingar í tiltekinn tíma til dæmis á grundvelli laga um peningaþvætti, laga um bókhald og laga um fyrningu.

6. RÉTTINDI ÞÍN

Þér er ávallt heimilt að fá aðgang að þeim upplýsingum sem við geymum um þig nema lög mæli fyrir um annað. Þú getur einnig gert athugasemdir við vinnslu upplýsinga og eftir atvikum óskað eftir leiðréttingu skráningar eða eyðingu gagna. Beiðni um upplýsingar, leiðréttingu eða eyðingu gagna skal send á netfangið personuvernd@advel.is ásamt auðkenni svo sem skönnuðu vegabréfi eða ökuskírteini. Þér er einnig ávallt heimilt að beina erindum til Persónuverndar sem er eftirlitsaðili með vinnslu persónuupplýsinga á Íslandi. Vefsíða Persónuverndar er www.personuvernd.is.

7. BREYTINGAR Á PERSÓNUVERNDARSTEFNU

Persónuverndarstefna þessi sætir reglulega endurskoðun til þess að tryggt sé að hún uppfylli skyldur persónuverndarlaga og almennu persónuverndarreglugerðarinnar.

ADVEL lögmenn ehf

Hafnartorgi – Kalkofnsvegur 2

101 Reykjavík

Sími 520 2050

advel@advel.is

Kt. 580121 -1520

Vsk. nr. 140304