Starfssvið

Ráðgjöf á sviði gjaldeyrismála

ADVEL veitir fyrirtækjum og einstaklingum ráðgjöf á sviði gjaldeyrismála. Lögmenn ADVEL hafa aflað sér víðtækrar sérþekkingar og starfsreynslu á þessu sviði og hafa um árabil veitt viðskiptavinum sínum ráðgjöf, sérstaklega vegna þeirra flóknu álitaefna sem upp koma í tengslum við gjaldeyrishöftin.

Afar brýnt er að huga að gjaldeyrismálum áður en stofnað er til viðskipta milli landa eða milli innlendra og erlendra aðila. Þá er auk þess mikilvægt að huga að gjaldeyrismálum áður en nokkurs konar fjármálagerningar eða fjárfestingar skipta um hendur yfir landamæri.

Sérfræðingar ADVEL á sviði gjaldeyrismála veita m.a. ráðgjöf um viðskipti yfir landamæri, fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi og innlendra aðila erlendis, fjármagnsflutninga milli landa, ráðgjöf við stofnun félaga utan Íslands, ráðgjöf við þátttöku í útboðsleiðum Seðlabanka Íslands og/eða uppgjör í kjölfar þátttöku, ráðgjöf vegna nýfjárfestinga á Íslandi o.s.frv.

Mikilvægur þáttur í ráðgjöfinni eru fjárfestingar á milli landa og hvernig þær samræmast flóknu regluverki gjaldeyrislaga. Veitt er aðstoð við öll samskipti við yfirvöld og umsóknir um undanþágur frá gjaldeyrislögum þegar svo ber undir. Jafnframt er veitt ráðgjöf og aðstoð vegna mála sem koma til rannsóknar hjá Seðlabanka Íslands vegna brota eða gruns um brot á lögum um gjaldeyrismál.

Helstu tengiliðir