Starfssvið

Samkeppnisréttur og ríkisstyrkjareglur

ADVEL veitir fyrirtækjum alhliða ráðgjöf á sviði samkeppnismála. Við gætum hagsmuna fyrirtækja gagnvart samkeppnisyfirvöldum á öllum stigum, hvort sem málið varðar tilkynningar, skoðun samstarfssamninga, umsóknir um undanþágur, gerð samrunaskrár eða flutning máls. ADVEL fylgir jafnframt málum eftir hjá dómstólum, bæði innlendum og EFTA dómstólnum, sem og fyrir Eftirlitsstofnun EFTA (ESA).

Mikilvægt er að fyrirtæki hafi samkeppnisreglur ávallt í huga í viðskiptum sín á milli enda eru reglur á sviði samkeppnisréttar strangar og Samkeppniseftirlitið og ríkissaksóknari hafa ríkar heimildir til að sekta félög og ákæra stjórnendur og starfsmenn.

ADVEL hefur í störfum sínum hannað ýmsa ferla og úrræði til að aðstoða félög við að gæta að skyldum sínum, s.s. sérsniðin samkeppnisréttarnámskeið, samkeppnisréttarlega úttekt á starfsemi, aðstoð við að útbúa samkeppnisréttarstefnu og aðgerðaráætlanir vegna húsleita.

Þá veitir ADVEL ráðgjöf í tengslum við ríkisstyrkjareglur (State Aid) sem snerta sífellt fleiri svið og verkefni. Afar mikilvægt er að kanna hvort verkefni sem opinberir aðilar og stofnanir koma að feli í sér ríkisstyrki þar sem það er styrkþegi sem þarf að endurgreiða oft háar fjárhæðir ef ESA kemst að þeirri niðurstöðu að aðgerð hafi farlið í sér ríkisstyrk.

Samkeppnissvið ADVEL hefur á að skipa reynslumiklum sérfræðingum sem starfað hafa hjá EFTA, Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og Samkeppniseftirlitinu. Þá hafa lögmenn ADVEL reynslu af málflutningi fyrir EFTA dómstólnum.

Með aðild sinni að Globalaw, sem tengir stofuna lögmannsstofum í yfir 100 löndum um allan heim, getur ADVEL veitt viðskiptavinum sínum enn betri þjónustu. Einnig er ADVEL aðili að Vogel Global Competition Network, alþjóðlegu tengslanet lögmannsstofa sem sérhæfa sig í samkeppnisrétti.

Helstu tengiliðir