Starfssvið

Skattaréttur

ADVEL veitir einstaklingum og fyrirtækjum ráðgjöf um skattarétt, innlendan og alþjóðlegan, túlkun og skýringu skattalaga og tvísköttunarsamninga og áhrif Evrópu- og EES-réttar á þessu sviði. Mikilvægt er að huga að skattamálum áður en ráðist er í stór og smá viðskipti enda getur skipt mjög miklu máli hvernig tekið er á málum í upphafi til að fyrirbyggja vandræði síðar. 

Sérfræðingar ADVEL á sviði skattaréttar veita m.a. ráðgjöf um skattaleg áhrif einkaréttarlegra gjörninga innan lands og utan, yfirlestur og túlkun samninga, val fjármögnunarleiða, ráðgjöf við kaup eða sölu fyrirtækja, fasteigna, lausafjár, verðbréfa o.s.frv. Mikilvægur þáttur í ráðgjöfinni nær til uppsetningar og umsjónar með íslenskum og erlendum eignarhaldsfélögum. Veitt er aðstoð við öll samskipti við skattyfirvöld á stjórnsýslustigi, upplýsingaöflun, umsóknir um undanþágur, hagsmunagæslu vegna rannsókna skattrannsóknarstjóra, öflun bindandi álita, kærur, málflutning fyrir dómstólum og margt fleira . 

Starfsmenn ADVEL búa yfir sérþekkingu á mjög breiðum þverfaglegum grunni, frá kauphallarrétti til erfðaréttar og nýtur starfskrafta lögmanna með framúrskarandi tungumálafærni. Hvoru tveggja er algjörlega nauðsynlegt svo metnaðarfull skattaráðgjöf fái þrifist.

Helstu tengiliðir