Starfssvið

Úttekt á stjórnarháttum

ADVEL lögmenn hafa viðurkenningu Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti sem úttektaraðili á stjórnarháttum fyrirtækja og víðtæka reynslu á sviði félaga- og fyrirtækjaréttar.

Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland hvetja stjórnendur allra fyrirtækja til að undirgangast mat á stjórnarháttum þeirra. Þau fyrirtæki sem standast úttektarferli hljóta viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum.

Tilgangur viðurkenningarinnar er að bæta eftirfylgni fyrirtækja við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti, auk þess að auka trúverðugleika og gagnsæi stjórnarhátta fyrirtækja gagnvart hluthöfum og öðrum hagsmunaaðilum.

Matsferlið byggir á Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland og Samtökum atvinnulífsins.

ADVEL, sem viðurkenndur úttektaraðili, sér um að safna gögnum um stjórnarhætti viðkomandi fyrirtækis og tekur viðtöl við stjórnarmenn og stjórnendur fyrirtækisins. Daglegir stjórnarhættir fyrirtækisins eru bornir saman við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. ADVEL skilar niðurstöðum sínum til fyrirtækisins í skýrslu sem jafnframt er afhent Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti.

Helstu tengiliðir