Starfssvið

Verðbréfamarkaðsréttur og regluvarsla

Starfsmenn ADVEL hafa víðtæka reynslu og þekkingu á sviði verðbréfamarkaðsréttar og þekkja þær skyldur sem lagðar eru á herðar félaga sem skráð eru á skipulegan verðbréfamarkað.

Löggjöf á sviði verðbréfamarkaðs- og kauphallarréttar er flókin og margslungin. Verkefnum tengdum útgáfu verðbréfa, gerð skráningarlýsinga og upplýsingagjafar til kauphallar, meðferð innherjaupplýsinga, flöggunum og regluvörslu, svo eitthvað sé nefnt, fer stöðugt fjölgandi og hafa lögmenn ADVEL því lagt áherslu á að afla sér haldgóðrar þekkingar og reynslu á því sviði. Starfsmenn ADVEL eru því vel í stakk búnir til að leiðbeina félögum varðandi þá flóknu löggjöf sem fylgir kauphöllum og skráðum verðbréfum, auk þess að aðstoða félög við að uppfylla upplýsinga- og tilkynningaskyldu og önnur samskipti við kauphallir og fjármálaeftirlit.

Lögmenn ADVEL veita jafnt innlendum sem erlendum aðilum ráðgjöf um íslenska löggjöf og framkvæmd hennar, t.d. varðandi tilboðs- og yfirtökuskyldu og minnihlutavernd.

Lögmenn ADVEL hafa komið að skráningum félaga á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Við aðstoðum félag í aðdraganda skráningarinnar, veitum ráðgjöf og komum að undirbúningi nauðsynlegra skjala sem þurfa að vera til staðar við skráningu, s.s. uppfærslu samþykkta félags, aðlögun starfsreglna stjórnar, stjórnarháttayfirlýsingu, starfskjarastefnu o.s.frv. Þá vinnur ADVEL jafnframt áreiðanleikakannanir á félögum í aðdraganda skráningar á markað.

ADVEL lögmenn taka að sér regluvörslu fyrir útgefendur og hafa víðtæka reynslu af því að starfa sem regluverðir skráðra félaga. Starfsmenn ADVEL þekkja vel það skipulag og utanumhald sem nauðsynlegt er að viðhafa í starfi regluvarðar. Þá búum við yfir reynslu af notkun helstu tölvukerfa sem útgefendur þurfa að notast við í tengslum við skýrslugerð og upplýsingagjöf, auk þess sem við notum öflugt skjalastjórnunarkerfi með aðgangsstýringu til þess að halda utan um málin innanhúss hjá ADVEL.

Helstu tengiliðir