Starfssvið

Vinnuréttur

ADVEL hefur mikla reynslu af vinnuréttarmálum og hafa sérfræðingar stofunnar um árabil veitt launþegum, atvinnurekendum og opinberum aðilum ráðgjöf og aðstoð í málum af öllum toga á þessu réttarsviði. Við höfum víðtæka reynslu af gerð kjarasamninga og ráðningarsamninga, og aðstoðum aðila vinnumarkaðarins við úrlausn ágreiningsmála. Lögmenn stofunnar annast málflutning fyrir dómstólum hér á landi, en jafnframt gætum við hagsmuna aðila í samskiptum við stjórnvöld og aðra. 

Við gætum ávallt fyllsta trúnaðar og veitum faglega aðstoð og ráðgjöf varðandi réttindi og skyldur starfsmanna og atvinnurekanda. ADVEL hefur þá þekkingu og reynslu til brunns að bera að tryggt sé að fyllsta réttar umbjóðenda okkar sé í hvívetna gætt. 

Helstu tengiliðir