Starfssvið

Yfirtökur og samrunar

ADVEL annast alla lögfræðiþjónustu fyrir fyrirtæki vegna samruna og yfirtöku hlutafélaga. Felst þjónustan m.a. í vinnu við samningagerð, endurskipulagningu og áreiðanleikakannanir, sem og að sjá um allar tilkynningar og málarekstur gagnvart samkeppnisyfirvöldum. Jafnframt fylgjum við málum eftir hjá dómstólum, bæði innlendum og EFTA dómstólnum. 

Reglur um samruna hafa verið hertar með síðustu breytingum á samkeppnislögum og því mikilvægt að fyrirtæki hafi breytt viðmið í huga við kaup og sölu félaga og rekstrar í heild eða að hluta þannig að gætt sé að því fyrirfram hvort um tilkynningaskyldan samruna geti verið að ræða.

Helstu tengiliðir